28.5.2009 | 12:09
Val í 5 og 6 bekk
Við í 5 og 6 bekk erum búin að vera í vali á hverjum Þriðjudegi í nokkrar vikur.
Það sem við vorum að læra um var tónlist, Ghandy, Martin Luter King, Kína og fleira.
Mér fannst skemmtilegast að læra um Martin Luter King því það var fróðlegt og svo gerði hann góðverk.
Þar á undan vorum við með úti val og það var líka skemmtilegt.
Mig mundi langa til að vera með svona val áfram. Þetta var mjög gaman og svolítið öðruvísi en það er gaman að breyta til. Það er líka fínt að hafa 5 og 6 bekk saman því að þá kynnumst við betur.
Menntun og skóli | Breytt 29.5.2009 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 12:02
Þemavika
Vikuna 16-20 mars var þemavika hjá 5,6 og 7 bekk. Við vorum í hverri stofu einn dag. Þetta var mjög gaman. Við lærðum um S-Ameríku, N-Ameríku, Afríku, Asíu og Ástralíu.
Í S-Ameríku gerðum við vinabönd, lærðum dans og máluðum myndir.
Í Ástralía máluðum við myndir, gerðum boomerange og kjuða. Svo er Ástralía kölluð Eyjaálfa.
Í Afríku máluðum við myndir, fengum að prufa fullt af hlutum, fórum í íþróttahúsið og dönsuðum afró dans.
Í Asíu gerðum við t.d. Bambus-dans,krabba úr gúrkum, svöruðum spurningum og horfðum á mynd um Kína.
Í N-Ameríku gerði ég marthræða-grip, hárskraut, við áttum að skrifa um land, við fórum til Halla og lærðum um tónlist.
Þetta var mjög skemmtilegt og mjög fjölbreytt það var líka gaman að breyta til.
27.5.2009 | 12:37
Landafræði
Við áttum að gera power point eða movie maker í landafræði. Við máttum velja okkur land og ég valdi Noreg. Ég ákvað að gera power point. Við fengum blað og áttum að skrifa uppkast eins og við vildum hafa það,síðan fórum við í tölvur og skrifuðum allt þar. Þegar við vorum búin áttum við að láta verkefnið inn á bloggið og hér er það.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 12:15
Snorri Sturluson
Við árgangurinn erum búin að vera að læra um Snorra Sturluson. Snorri fæddist 1179 og ólst upp á Hvammi í Dölum. Árið 1242 var hann síðan drepin með banahöggi í höfuðið í kjallaranum í Reykholti. Snorri skrifaði nokkrar bækur þar að meðal Snorra-Eddu, Heimskringlu og söguna um Egil Skallagrímsson sem var forfaðir hans.
Þann 6/1 09 fórum við árgangurinn svo í Reykholt að skoða Snorra setur þar var prestur sem tók á móti okkur og leiðbeindi okkur og þar var líka kirkja. Hann sýndi okkur höllina þar sem Snorri var drepin. Við skoðuðum líka laugina sem hann sat í á kvöldin.
Þetta var skemmtileg ferð og ég lærði mikið af þessu.
Menntun og skóli | Breytt 26.5.2009 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 13:10
Movie maker
Við gerðum myndband úr Eglu. Við fundum myndir inni á netinu og vistuðum þær. Síðan settum við þær inn á movie maker og lásum ljóðið svo inn á.
Við eigum að setja ljóðið inn á en ég er ekki búin að því en það er inn á youtube.com
Þetta var skemmtilegt verkefni en líka flókið og snúið.
Menntun og skóli | Breytt 27.5.2009 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 14:26
Hvalaritgerð
Menntun og skóli | Breytt 27.5.2009 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)